Fréttir

14.2.2017

Slysavarnarfélagið Landsbjörg

Fundurinn 13.febrúar var númer 2400 í klúbbnum, af því tilefni var boðið uppá köku í eftirrétt.

Fyrirlesari fundarins var Hafsteinn Jónsson og fjallaði erindi hans um starfsemi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Erindi Hafsteins var afar fróðlegt. Hann lýsti fjölbreyttum verkefnum sem Landsbjörg sinnir en þau koma ekki öll fram í fjölmiðlum eins og t.d. upplýsingagjöf til ferðamanna. Um 18 þúsund meðlimir eru í Landsbjörgu, þar af eru um 4 þúsund manns á útkallslista.

Landsbjörg vinnur gríðarlega mikilvægt starf fyrir landsmenn eins og skýrt kom fram fyrir nokkrum vikum síðan þegar leitað var að Birnu Brjánsdóttur. Hafsteinn talaði um ómetanlegt framlag vinnuveitanda sem leyfa björgunarsveitarfólki að fara frá vinnu til þess að taka þátt í verkefnum sem þarf að sinna. Eftir kynninguna fór hann með hópinn í vettvangsferð um húsið að skoða tæki og búnað sem björgunarsveitirnar nota.

Þriggja mínútna erindið var í höndum Gamalíel Sveinssonar þar sem hann varpaði fram þeirri spurningu hvort beint lýðfræði væri "öllum til góðs". Niðurstaða hans var sú að í ljósi reynslunnar mætti álykta að fulltrúalýðræði leiddi til betri niðurstöðu en beint lýðræði.