Fréttir

7.2.2017

Arkitektasaga Garðabæjar

Tímamótahús 7. áratugarins

Á fund þann 6. febrúar mætti Pétur H. Árnason og fræddi okkur um sögu hinna ýmsu húsa í Garðabæ. Það er ljóst að þar er um auðugan garð að gresja en hann hóf frásögn sína á því þegar Gunnlaugur Halldórsson fékk það verkefni að breyta Bessastöðum í þjóðhöfðingjasetur. Í erindi sínu birti hann myndir af hinum ýmsu einbýlishúsum frá 7. áratugi síðustu aldar en þar er um að ræða fjölbreytt nytjalistaverk. Erfitt er að tiltak eitt hús framar örðum en þó er vert að minnast fyrsta íslenska kvenarkitektarins, Högnu Sigurðardóttur sem hannaði Bakkaflöt 1 sem í dag er friðlýst hús að innan sem utan.

Guðrún Högnadóttir flutti hið hefðbundna þriggja mínútna erindi þar sem hún deildi með okkur nokkrum útvöldum atburðum frá fjölskylduferð um Panamaskurðinn sem talinn er eitt af sjö undrum hins nýja heims.