Máltækni
Inntaka nýrra félaga
Á fundi þann 23. janúar voru teknir inn nýjir félagar þeir Guðmundur Skúli Hartvigsson, lögmaður og Stefán Árnason, fjármálastjóri IKEA.
Fyrirlesari dagsins var Halldór Benjamín Þorbergsson, nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Erindi hans beindist að máltækni og mikilvægi þess að tryggja að íslenska verði fullgilt tungumál í stafrænum heimi. Ábyrgð okkar allra er mikil en atvinnulífið getur tekið að sé að draga þennan vagn. Mikilvægt er að byggja upp málfarsbanka til að unnt sé að þýða hratt og örugglega yfir á íslensku. Til að tryggja árangur þyrfti fjárveiting að vera um 200-300 milljónir á ári en slík fjárhæð gæti fleytt verkinu vel á veg. SA og aðildarfyrirtækin hafa fjárfest í þessu verkefni en mikilvægt er að koma bókaútgefendum að verkinu þar sem unnt væri að setja inn þær þýðingar sem til eru á íslenskri tungu. Sjálfvirkar þýðingar eru framtíðin og því mjög brýnt að byggja upp þýðingarbanka. Í framtíðinni verður raddstýring meginreglan en ekki undantekning. Menntadagar atvinnulífsins verða að þessu sinni helgaðir máltækni en þeir verða haldnir 2. febrúar n.k. á Hilton Nordica.