Fréttir

16.1.2017

Aldarafmæli Rótarýsjóðsins

Friðarskóli

Hið hefðbundna þriggja mínútna erindi var í höndum Guðmundar H. Einarssonar og notaði hann tækifærið og minntist á tvo afar jákvæða viðburði. Annars vegar nýafstaðna stórtónleika Rótarý þar sem Ísaki Ríkharðssyni, fiðluleikara og Jóhanni Kristinssyni, baritón voru afhentir styrkir úr Tónlistarsjóði Rótarý og hins vegar að Elín Hansdóttir, myndlistarkona, hefði hlotið Íslensku bjartsýnisverðlaunin. Að lokum sagði Guðmundur okkur frá eigin vistvænu ræktun sem verður til þess að allir félagar okkar munu auka eplaneyslu til muna.

 

Fyrirlesari dagsins var Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum og Rótarýfélagi með meiru. Hann hélt fróðlegt erindi um stofnun og tilgang Rótarýsjóðsins (The Rotary foundation) en sjóðurinn á sögu aftur til ársins 1917. Vakti hann sérstaka athygli á því hvað Rótarýstarfið hefur reynst gjöfult og hversu styrkjandi það er við að láta gott af sér leiða um víða veröld. Minntist hann fornra orða kínverska heimspekingsins Laozi „Hin lengsta ferð hefst með einu skrefi“. Með þeim inngangi hvatti hann félaga til að leggja fé í sjóð til að standa að stofnun friðarskóla. Óneitanlega verðugt og gott verkefni sem stendur undir orðunum „þjónusta framar eigin hag“.