Hátíðleg jólaskemmtun
Hófst með guðþjónustu í Garðakirkju
Jólaskemmtun Rótarýklúbbsins Görðum fór fram sunnudaginn 11. desember 2016. Skemmtunin var í umsjón stjórnar og skemmti- og ferðanefndar.
Dagskráin hófst með guðsþjónustu fyrir Rótarýfélaga og fjölskyldur þeirra í Garðakirkju. Að henni lokinni var haldin jólaskemmtun í Safnaðarheimili Vídalínskirkju (Kirkjuhvoli). Prestur í Garðakirkju var Jóna Hrönn Bolladóttir og Jóhann Baldvinsson sá um orgelleik. Það voru þau Máni Snær Axelsson, Eva Sóley og Sonja Lind Sigsteinsdætur sem tendruðu spádómskerti. Þau Guðrún Högnadóttir og Sveinn Magnússon sáu um ritningarlestur. Forseti Rótarýklúbbsins, Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé, flutti hugleiðingu. Á sjálfri jólaskemmtuninni í Kirkjuhvoli skapaðist skemmtileg jólastemning þar sem allir nutu góðra veitinga og sungu jólalögin dátt.