Mataræði og heilsa
8.des.2016
Gestur fundarins 5.desember var Unnur Guðrún Pálsdóttir framkvæmdastjóri Happ sem er daglega kölluð Lukka.
Lukka hefur brennandi áhuga á heilbrigðum lífstíl og hollu mataræði. Hún hélt hressandi erindi og talaði með miklum sannfæringakrafti um heilsu og mataræði.
Í erindi sínu fór hún yfir þróun á reykingum og hvernig þær voru markaðssettar á árum áður. Í dag er lögð rík áhersla á forvarnir gagnvart reykingum og skilaboðin á sígarettupökkum eru skýr ,,reykingar drepa". Þrátt fyrir það reykir fólk þó allir séu eða eigi að vera upplýstir um skaðsemi reykinga.
Þá talaði hún um sykur sem við borðum alltof mikið af og Lukka hefur áhyggjur af hvað sykruðum vörum er haldið mikið að fólki ekki síst börnum og ungmennum. Þá hafa rannsóknir sýnt að Ísland er ein af feitustu þjóum í heimi og þar á sykurinn vafalaust stóran þátt.
Nýlega gaf Lukka út bók ásamt Þórunni Steinsdóttur sem heitir Máttur matarins. Þar er að finna fróðleik um næringu og heilbrigðar lífsvenjur ásamt hollum mataruppskriftum.