Fréttir

2.12.2016

Bílskúrsiðnaður í blóma

- vatnaskil í íslenskum tónlistarbransa má rekja til Garðabæjar!

Fyrirlesari fundarins 28.nóvember var miðborgarstjórinn ástsæli Jakob Frímann Magnússon sem jafnframt er formaður STEFs, FTT, ÚTÓN & ICELAND AIRWAVES. Umfram allt þekkjum við hann öll sem Stuðmann!

 

Í afar skemmtilegu erindi sagði Jakob okkur frá hvernig tónlistin hefur þróast í heiminum og hvað hefur haft áhrif á hana. Hann fór einnig yfir íslenska ,,popp" tónlistarsögu og hvernig hún hefur þróast. Varðandi íslenska tónlist þá hafa listamenn eins og Björk, Mezzoforte og Of Monsters And Man átt mjög stóran þátt í því að vekja athygli á Íslandi og íslenskri tónlist erlendis.  Þá má ekki gleyma vinsældum ICELAND AIRWAVES tónlistarhátíðinni sem haldin er árlega á Íslandi.

 

Í lokin sagði Jakob okkur frá lagabreytingum sem tóku nýlega gildi á Alþingi og varða starfsumhverfi tónlistariðnaðarins. Lagabreytingarnar eru jákvæðar fyrir þessa sívaxandi búgrein sem íslensk tónlist er og því ber að fagna því hvar værum við ef tónlistar nyti ekki við.