Fréttir

25.11.2016

Heimsókn í Þjóðleikhúsið

fundur 21.nóv.

Að þessu sinni var fundurinn í Þjóðleikhúsinu við Hverfisgötu þar sem Þórhallur Sigurðsson tók á móti okkur. Þórhallur byrjaði að segja okkur frá þessu sögufræga húsi sem Guðjón Samúelsson teiknaði. Fram kom að mörg ár tók að byggja húsið þar sem verkefnið vara risavaxið og mikill skortur var á byggingarefni á þeim árum sem húsið var byggt.  Þá voru menn ekki sammála um staðsetningu hússins í upphafi en niðurstaðan náðist á endanum.   Árið 1950 lauk byggingu hússins og Þjóðleikhúsið opnaði með þremur leiksýningum.

 

Breytingar voru gerðar á salnum árið 1990 sem tókust vel,  því eftir þær urðu öll sæti í salnum góð fyrir leikhúsgesti. Þórhallur sagði okkur jafnframt frá starfinu í leikhúsinu sem var mjög áhugavert. Í lokin röltu áhugasamir með honum baksviðs með viðkomu á sviðinu og var það skemmtileg upplifun fyrir rótarýfélaga að standa á sviði í sjálfu Þjóðleikhúsinu.