Fréttir

15.11.2016

Ragnar Axelsson ljósmyndari

Mánudaginn 14.nóvember var Ragnar Axelsson ljósmyndari fyrirlesari dagsins. Erindi hans var mjög áhugavert með mörgum fallegum myndum m.a. frá Suðurpólnum þar sem hann hefur verið að mynda undanfarin þrjátíu ár. Myndirnar voru af stórbrotnum ísjökum, sleðahundum og heimamönnum á Grænlandi. Einnig sýndi hann myndir frá Færeyjum og Íslandi. Ragnar vill sýna umheiminum að á Suðurpólnum er ekki eingöngu ísjakar heldur líka fólk og mannlíf. Á myndum sem hann sýndi okkur mátti sjá hvað ísinn hefur breyst og minnkað undanfarin ár. Þá sagði Ragnar frá skemmtilegum samskiptum sínum við heimamenn á Grænlandi og hvernig hann hefur náð að tengjast þeim.