Fréttir

17.10.2016

EM í Frakklandi

Á bak við tjöldin

Í dag var einstaklega hressilegt erindi þar sem Þorgrímur Þráinsson sagði frá „strákunum okkar“ á EM í Frakklandi. Dvöldu þeir á mjög fallegu hóteli í bænum Annecy sem er perla frönsku Alpanna. Þorgrímur sýndi okkur fjölda mynda frá dvölinni og ljóst að hjá liðinu ríkir skemmtilegur andi, agi og að sjálfsögðu mikið keppnisskap. Eiríkur S. Svavarsson var með þriggja mínútna erindið þar sem hann sagði frá nokkrum áhugaverðum stöðum sem hann heimsótti á ferðalagi, með eiginkonu sinni, um Kaliforníu og Oregon ríki í Bandaríkjunum.