Fréttir

10.10.2016

Græni karlinn

Hver stjórnar?

Fyrirlesari dagsins var Leifur Geir Hafsteinsson, dr. í vinnusálfræði og aðstoðarframkvæmdastjóri Hagvangs. Leifur Geir ræddi um græna karlinn sem býr í okkur öllum en hann á það til að koma fram með látum sem varnarviðbragð. Við þurfum að þekkja græna karlinn, vera meðvituð um tilvist hans og læra að temja hann til að koma í veg fyrir að hann torveldi fyrir góðum samskiptum. Einar Sveinbjörnsson var með þriggja mínútna erindi þar sem hann sagði frá áhugaverðri fjölskylduferð til Lettlands.