Fréttir

27.9.2016

Starf Rótarý á heimsvísu

Heimsókn umdæmisstjóra

Guðmundur Jens Þorvarðarson, umdæmisstjóri, heimsótti okkur á klúbbfund 26. september ásamt eiginkonu sinni, Svövu Haraldsdóttur. Hann kynnti starf Rótarýhreyfingarinnar á heimsvísu og áherslur alheimsforseta sem og hans sem umdæmsstjóra á þessu starfsári 2016-2017. Umdæmisstjóri færði klúbbnum fána alheimsforseta 2016-2017, John F. Germ, með einkunnarorðunum Rotary Serving Humanity eða Rótarý þjónar mannkyni. Auk þess færði hann forseta klúbbsins, Halldóru Gyðu Matthíasdóttur, barmmerki alheimsforseta.