Fréttir
Losun fjármagnshafta
Hver er staðan?
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri var fyrirlesari dagsins. Í erindi sínu fór hann yfir aðdraganda þess að sett voru á laggirnar fjármagnshöft á árinu 2008. Rakti hann afnámsáætlun bankans sem virðist nú langt á veg komin. Skipta má stefnunni gróflega í þrjá þætti, þ.e. bú föllnu bankanna, aflandskrónur og síðast en ekki síst almenna losun hafta. Fyrstu tveir þættirnir eru í „stýrðu ferli“ og hefðu því ekki neikvæð áhrif á gengi krónunnar. Nú væri áherslan á almenna losun sem beindist gegn heimilum, fyrirtækjum, lífeyrissjóðum og sambærilegum aðilum.
Þriggja mínútna erindið var í höndum Eiríks K. Þorbjörnssonar. Kynnti hann grunnþætti í uppbyggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði.