Fréttir

13.9.2016

Fjölþætt þjálfun

Leið að farsælli öldrun

Janus Friðrik Guðlaugsson lektor við Háskóla íslands var fyrirlesari fundarins 12. september. Í erindi sínu greindi hann m.a. frá því að rannsóknir á eldri aldurshópum benda til þess að virkur lífsstíll sem felur í sér fjölbreytta þjálfun hafi margvíslegan heilsutengdan ávinning. Fram kom að markviss þjálfun undir leiðsögn getur komið í veg fyrir ótímabæra skerðingu á hreyfigetu, unnið gegn áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma og viðhaldið heilsutengdum lífsgæðum fólks. Erindi Janusar var áhugavert og voru líflegar umræður í lok fundarins um málefnið.