Fréttir

5.9.2016

Fyrsta íbúð

Kynning á úrræðum stjórnvalda

Fundurinn í dag, mánudaginn 5. september, var haldinn á fallegum degi rétt eins og um hásumar væri að ræða. Fyrirlesari dagsins var Benedikt Árnason skrifstofustjóri á skrifstofu þjóðhagsmála í forsætisráðuneytinu. Hann fór yfir úrræði stjórnvalda í tengslum við stuðning til kaupa á fyrstu íbúð.

Bjarni Jónasson flutti okkur þriggja mínútna erindi. Hann sagði frá veru sinni á jörðinni Merkigili. Þar bjó magnaður karakter, Monika S. Helgadóttir. Þrátt fyrir að vera vel fallin til búskapar er jörðin Merkigil umkringd miklum árgljúfrum og fjöll að baki. Ekki varð komist af bæ nema með því að fara yfir Merkigilið, sem er mikið klettagil.