Fréttir

29.8.2016

Íslendingasögur og nútíminn

Magnús Jónsson sagnfræðingur var fyrirlesari dagsins. Hann er þekktur fyrir að glæða Íslendingasögunnar lífi með frásagnargleði sinni. Honum tókst með frumlegum hætti að tengja sögurnar við nútímann. Þetta gerir hann á myndrænan hátt um leið og honum tekst að gera flókin ættartengsl einföld. Námskeið Magnúsar um Íslendingasögurnar voru þau vinsælustu hjá Endurmenntun um árabil. Þriggja mínútna erindi var höndum Ásmundar Stefánssonar sem beindi athyglinni, með áhugaverðum hætti, að BREXIT kosningunum í Bretlandi. En eins og vel er þekkt samþykktu Bretar að yfirgefa Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu.