Fréttir

15.8.2016

Ása Inga Þorsteinsdóttir

Fyrirlesari dagsins frá Stjörnunni

Fundurinn í dag var í umsjón Alþjóðanefndar og var vel mætt. Þriggja mínútna erindið var haldið af Arnari Þór Stefánssyni sem sagði frá áhugaverðri heimsókn sinni til Norður Kóreu. Aðalfyrirlesari dagsins var Ása Inga Þorsteinsdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri Stjörnunnar. Hélt hún afar áhugavert erindi um mikilvægi íþrótta fyrir samfélagið og þann ávinning sem Íslendingar hafa haft af alþjóðlegum keppnum. Hver er lykillinn af okkar velgengni? Við höfum náð miklum árangri sem er ekki sjálfgefinn.