Fréttir
Fyrsti fundur eftir sumarfrí
Létt yfir fólki

Góð mæting var á fyrsta fundi eftir sumarleyfi hjá Rótarýklúbbnum Görðum. Létt var yfir félögunum sem greinilega hafa notið veðurblíðunnar í sumar. Á fundinum, sem var í umsjón stjórnar, voru áhugaverð erindi. Agnar Kofoed-Hansen flutti þriggja mínútna erindi um laxveiði á skemmtilegum slóðum og fyrirlesari dagsins var Elín Árnadóttir aðstoðarforstjóri Isavia. Erindi hennar fjallaði um uppbyggingaráætlun (masterplan) Keflavíkurflugvallar. Hún sagði m.a. frá þeim áskorunum sem Isavia stendur frammi fyrir í ljósi stóraukins ferðamannastraums til landsins.