Fréttir
Útifundur í Ólafslundi
Einu sinni á ári, yfirleitt snemmsumars, fundar Rkl. Göðrum utandyra í Ólafslundi. Lundurinn er skógræktarsvæði klúbbsins í Smalaholti. Svæðið er að mestu full útplantað, en engu að síður voru nokkrum smáum trjáplöntum komið fyrir. Gestur fundarinna var Ásbjörn Ólafsson, formaður stjórnar landssamtaka hjólreiðamanna. Hann fræddi okkur um hjólreiðar sem frístundasport, útbúnað hjólreiðamanna og fleira tengt hjólreiðum. Ásgeir grillaði að venju, hamborgara að þessu sinni og makar mættu einnig á þennan fund sem að þessu sinni var haldinn í blíðskaparveðri.