Fréttir

10.5.2016

Tómas N Möller um lífeyrismál

Gestur fundar okkar 9. maí var Tómas N. Möller lögfræðingur Lífeyrissjóðs verslunarmanna sem flutti mun erindið „Réttindi í lífeyrissjóðum: Eignaréttur – Samtrygging & Óvissa – Tækifæri“.  Tómas fór yfir réttindi í lífeyriskerfinu, hvernig þau byggjast upp og og hafa þróast með breytingum á síðustu áratugum.  Hann horfði á heildarmynd lífeyrissparnaðar í landinu og hvernig hann er smámsaman að taka yfir mikilvægi tryggingaverndar Tryggingastofnunar þegar horft er á ellilífeyrinn.