Fréttir
Afmælis- og hátíaðrfundur 11. apríl
Hátíðarfundur var haldinn í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá því að Rótarýklúbbnum Görðum var afhent stofnbréf.
Ólafur G. Einarsson heiðursfélagi og stofnfélagi fór yfir aðdraganda að stofnun klúbbsins og sögu hans. Ólafur fór yfir þetta eins og honum einum er lagið, en gat þess jafnframt að mögulega væri hann að endurtaka einhverja hluti frá 40 ára afmælinu eða þá þegar klúbburinn var 30 ára. Á undan var afmælismyndbandið frá í febrúar endursýnt og myndir frá afmælishófinu að Garðaholti. Á þessum hátíðarfundi var Egill Jónsson tilnefndur heiðursfélagi hjá klúbbnum, en Egill var umdæmisstjórin 2002-2003.
Í tilefni hans var boðið upp á ís á eftir matinn.