Fréttir

11.4.2016

Nýir félagar og Mindfullness

Á fundi þann 4.apríl voru teknir inn nýir félagar þær Kristrún Helga Ólafsdóttir félagsráðgjafi og Þórey S. Þórðardóttir hæstaréttarlögmaður.

 

Fyrirlesari dagsins var Ásdís Olsen menntunarfræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn fjallaði um Mindfullness en Ásdís er einn helsti sérfræðingur landsins í þeim fræðum. Mindfullness gengur út á sjálfskoðun og að ná hugarró. Lögð er áhersla á að vera í augnablikinu og njóta þess. Erindið var áhugavert og óvenjulegt því Ásdís leiddi fundargesti í æfingu um að vera í núvitund sem var athyglisvert. Fram kom að aðferðafræðin Mindfullness virkaði vel sem forvörn gegn kvíða og þunglindi. Ásdís starfar m.a. við að leiðbeina stjórnendum og starfsmönnum fyrirtækja hvernig má nýta Mindfullness inní fyrirtækjum og nýtur það sífellt meiri vinsælda enda stórfyrirtæki eins og Google búin að nota aðferðafræðina í nokkur ár.