Fréttir
Glæsilegt afmælishóf
Vel heppnað afmæli Rkl. Görðum
Um þessar mundir erum um 50 ár liðin frá því upphafi Rótarýklúbbsins Görðum. Upphaflega átti að minnast stofnunar í desember sl., en fögnuðinum var frestað vegna veðurs og nú 26. febrúar komu félagar saman ásamt gestum á Garðaholti. Garðaholt var einmitt samastaður klúbbsins lengi framan af. Kveðjur voru fluttar og myndir frá klúbbnum sýndar. Þá voru heiðraðir núlifandi stofnfélagar, þeir: (fv á mynd) Ólafur G. Einarsson, Hilmar Pálsson, Ólafur Nilsson, Helgi Hjálmsson, Jónas Aðalsteinsson og Mannfreð Vilhjálmsson. Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson skemmtu og almennt séð tókst vel til. Afmælisnefndin stóð einkar vel að verki.