Fréttir
Starfsgreinaerindi á fundi 1. febrúar
Hanna Krístin Gunnarsdóttir ljósmyndari
Fundur Rkl Görðum var sérstakur að einu leiti 1. febrúar, en engin gestur var hjá okkur. Við fengum hins vegar starfsgreinaerindi frá nýlegum félaga Hönnu Krístínu Gunnarsdóttir ljósmyndara hér í bæ. Hanna Kristín rekur eigin stofu á Garðatorgi 7. Hún fæst einkum við almenna ljósmyndatöku, tækifærismyndir, fjölskyldumyndir s.s. við fermingar og önnur tilefni hjá fjölskyldum. Barnamyndatökur eru vinsælar og hennar sérsvið. Undanfarin 12 ár hefur Hanna Kristín myndað öll börn í Flataskóla.