Fréttir

27.1.2016

Synt yfir Ermasundið 2008

Á fundi klúbbsins 25.janúar sagði Benedikt Hjartarson sjósundskappi og bakari frá afreki sínu að synda yfir Ermasund árið 2008.

Benedikt sagði skemmtilega frá undirbúningi fyrir sundið og sjálfu sundinu. Hann var með mikið af myndum sem hjálpuðum fundarmönnum að skilja aðstæðurnar sem hann var í þegar hann synti yfir.

Ermasund liggur milli Frakklands og Englands og er 34 km. breytt. Benedikt synti frá Dover í Englandi til Frakklands og var rúmlega 16,01 klukkustund að synda yfir. Hann var fyrsti íslendingurinn sem náði að klára þetta stórkostlega afrek.