Fréttir

8.1.2016

Rýmur og kveðskapur

fundur 4.janúar 2016

Gestur fundarins var Bára Grímsdóttir tónskáld, söng og kvæðakona, kórstjóri og tónlistarkennari.  Jafnfram er Bára formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar og sagði hún frá starfi félagsins í áhugaverðu erindi.

Kvæðamannafélagið Iðunn heldur reglulega félagsfundi á tímabilinu frá október og fram í maí. Á því tímabili eru haldnar kvæðalagaæfingar og félagsfundir í fyrstu viku hvers mánaðar.

Miðvikudagskvöld fyrir félagsfund eru haldnar kvæðalagaæfingar. Á kvæðalagaæfingum er kennt að kveða, stemmur kenndar og æfðar. Kvæðalagaæfingarnar eru óformlegri en félagsfundir og eru þá oft líflegar samræður og að sjálfsögðu hraustlega kveðið.

Bára ólst upp við rímna og kveðskapar hefðina á æskuheimili sínu Grímstungu í Vatnsdal og fengu rótarýfélagar að heyra hana kveða sem var mjög skemmtilegt. Hún hvatti félaga til þess að mæta á fundi og æfingar hjá Iðunni sem fara fram í Gerðubergi.

---------------------------------