Fréttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var gestur 2. nóvember
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nemi og nýkjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins fjallaði um áherslur ungs fólks. Áslaug Arna sagði að menntamál, húsnæðismál og persónufrelsi væru málefni unga fólksins. Hún sagði skemmtilega frá því að Alþingi þyrfti að auka veg sína og virðingu og að stjórnmálamenn ættu að geta komið á þing í 4 ár, hætt, og fengið síðan frama á almennum vinnumarkaði í stað þess að vera dæmir til setu á þingi fram á efri ár. Að vera tilneyddur til starfa allt sitt líf á þingi er ekki áhugaverð sýn fyrir ungt fólk.