Fréttir

26.10.2015

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra í heimsókn

Gestur fundarins að þessu sinni var Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra.  Sigrún sagði frá helstu verkefnum ráðneytisins og hennar áherslum í starfi og kom víða við.  M.a. ræddi hún um loftslagsráðstefnuna í París og áherslur Íslands. Líka um rammaáætlun um vernd og virkjun og þá merkilegu staðreynd hvað fólki sem þar kemur að málum virðist eiga erfitt með að koma sér saman um nokkurt mál.  Sagði hún og greip til skemmtilegs myndmáls, hvernig "ramminn" ætti að skila bæði kostum til verndar og líka nýtingar, en það gerist ekki í dag.  Sigrún fékk margar spurningar frá vistöddum eins og vænta mátti.  Margar um vaxandi ágang ferðafólks hérlendis.