Fréttir
Heimsókn á Sjáland
Fundur dagsins var fluttur á Sjáland
Til fundar dagsins var boðað á okkar venjulega stað í Jötunheimum. En eftir snögggan snæðing og skjóta yfirferð Atla Gunnarssonar frá BYGG var skundað niður í Sjáland. Atli kynnti okkur byggingarsvæðið, en framkvæmdum við byggingu íbúðablokka fer nú senn að ljúka. Sýndi Atli nokkrar íbúðir sem eru í smíðum og sagði frá stefnu BYGG við smíði nýrra íbúða í háum gæðaflokki. Nokkuð rigndi á okkur eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, en vettvangsferðin var engu að síður hins ánægjulegasta í alla staði.