Fréttir

14.10.2015

Starfsgreinaerindi Geirþrúðar

12.október 2015

 

Að þessu sinni var starfsgreinaerindi á fundinum Geirþrúður Alfreðsdóttir rótarýfélagi sagði okkur frá sjálfri sér í lífi og starfi.

Geirþrúður er flugstjóri hjá Icelandair og hefur frá 2003 verið flugstjóri á B-757. Hún er jafnframt formaður rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Í erindi sínu kom Geirþrúður inná margt áhugavert hún sagði m.a. frá því að völd og ábyrgð flugstjóra væru lögbundin. Hún útskýrði ferilinn sem flugstjórar þurfa að fara í gegnum fyrir hvert flug en heilmikil undirbúningsvinna á sér stað fyrir hvert flug m.a. að yfirfara nokkrar flughandbækur s.s. flugplanið, veðurspá og veðurkort. Þá sagði hún frá störfum rannsóknarnefndar samgönguslysa þar sem nefndarmenn hafa verið skipaðir af mikilli fagmennsku að hennar mati.

Í lokin sagði Geirþrúður frá vefsíðu sem hún heldur úti www.fittofly.com  sem er flottur og gagnlegur vefur sem hægt er að mæla með. Þar er m.a. að finna greinar sem skrifaðar eru af fagmönnum sem fjalla um flug, ferðlög og hluti sem tengjast því.