Fréttir

6.10.2015

Flóttafólk

Fundur 5.október

Á fundinum var nýr félagi tekinn inn Arnar Þór Stefánsson lögfræðingur - sjá mynd.

 

Áshildur Linnet verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum var fyrirlesari dagsins og fjallaði erindi hennar um flóttafólk og var mjög áhugavert.

 

Áshildur byrjaði á að fara yfir skilgreiningu á hvað það er að vera flóttamaður. Hún sýndi helstu leiðir sem flóttamenn hafa verið að fara undanfarin ár frá Sýrlandi þaðan sem flestir flóttamenn koma vegna ófremdarástandsins sem ríkir þar.

 

Fram kom hjá Áshildi að umsóknum um hæli á Íslandi hefur fjölgað umtalsvert í ár miðað við fyrri ár.  Hún fór yfir ferli sem flóttamenn þurfa að fara í gegnum á Íslandi þegar þeir sækja um hæli hér á landi og kynnti þjónustu sem er í veitt á vegum Rauða krossins fyrir hælisleitendur. Þá talaði hún um mikilvægi þess fyrir Rauða krossinn að hafa öflugan og fjölmennan hóp af sjálfsboðaliðum til þess að sinna ýmsum verkefnum. Ánægjulega er að sjálfboðaliðum hefur fjölgað mikið síðustu mánuði og hefur það hjálpað til við að leysa ýmis mál sem koma upp varðandi hælisleitendur og tengd mál.