Fréttir
Þátttaka í tveimur verkefnum með Rótarýsjóðnum
Guðbjörg Alfreðsdóttir fv umdæmisstjóri
Okkar ágæti félagi Guðbjörg Alfreðsdóttir lét af störfum sem umdæmisstjóri í sumar. Hún greindi í erindi sínu á fundi 27. sept frá því að ákveðið hefði verið að íslenska umdæmið tæki þátt í tveimur alþjóðaverkefnum með Rótarýsjóðnum. Hægt er að sækja um þátttöku úr sk. Annual Fund sjóði eftir að greitt hefur verið til hans í 3 ár til verkefna um 50% mótframlag.
Verefnin eru þessi: Kaup á hreinlætistækjum og aðstöðu í fátækrahverfum Mumbai sem nýtist mun um 250 heimilim. Heildarframlag um 70 þús $. Hitt verkefnið er kaup á borðum, stólum og hreinlætisaðstöðu í skóla í Madurai, einnig á Indlandi. Áætlað helldarframlag um 80 þús $.
Miklu skiptir að vel takaist til, en alþjóðlegi Rótarýsjóðurinn er þekktur fyrir afar góða nýtingu fjármuna sem til hans rennur.