Fréttir

1.10.2015

Heimsókn á Álftanes

Fundurinn 28.september fór fram á Álftanesi. Rótarýfélagar söfnuðust saman við Jötunheima og fóru í rútuferð um Álftanes undir leiðsögn Önnu Ólafsdóttir Björnsson sagnfræðings.

 

Komið var við í Bessastaðakirkju þar sem Hans Guðberg Alfreðsson sóknarprestur tók á móti hópnum og sagði frá sögu kirkjunnar og starfsemi sem þar fer fram.

 

Þessa fróðlega og ánægjulega ferð um Álftanes endaði á því að Elín Jóhannsdóttir tók á móti okkur í Brekkuskógi safnaðarheimili sóknarinnar.  Þar var mjög notaleg stund og virkilega gaman að sjá hvernig íbúðahúsi hefur verið breytt í glæsilegt safnaðarheimili. Myndin er af Elínu þar sem hún er að segja hópnum frá hvernig það kom til að húsið var gert að safnaðarheimili.