Fréttir

15.9.2015

Páll Jakob Líndal segir sjá sjálfbæru borgarumhverfi

Gestur fundar Rkl. Görðum 14. sept var Páll Jakob Líndal sem er doktor í því sem kallast umhverfissálfræði frá Syndney í Ástralíu.  Páll Jakob rakti stuttlega hugtakið sálfræðileg endurheimt í borgarumhverfi.  Þ.e. hvernig menn ná að hlaða rafhlöðurnar í þéttri og hávaðasamri byggð. Hann bendi m.a. á mikilvægi gróðurs í endurheimt og að þétting byggðar sé ekki alltaf til góðs í þessu sambandi.  Páll Jakob vinnur í HR að rannsóknarverkefni ásamt öðrum "Cities that Sustain Us" þar sem endurheimtandi umhverfishönnun er beitt í sýndarveruleika á hönnunarstigi nýrrar byggðar eða þar sem verið er að endurskapa eldri hverfi.  Góður rómur var gerður að erindi Páls Jakobs og hann fékk margar spurningar um þessa stefnu og skipulagsmál almennt.