Fréttir

8.9.2015

,,Be a gift to the world" - ,,Þjónusta ofar eigin hag"

Umdæmisstjóri í heimsókn 7.september 2015


Gestur fundarins var umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi Magnús B. Jónsson. Í afar áhugaverðu erindi fór hann yfir starf Rótarý á alþjóðavísu og söguna. Í erindi Magnúsar kom fram að Rótarý er starfrækt í öllum heimsálfum og er með starfsemi í 211 löndum. Það sem einkennir starfið er að allt byggist á framlögum frá Rótarýfélögum og einkunnarorðin sem eru mjög lýsandi ,,Þjónusta ofar eigin hag" hafa ekki breyst frá því Paul P. Harris stofnaði Rótarý. Magnús kynnti einnig áherslur hjá alheimsforseta Rótarý og slagorð fyrir starfsárið en það er ,,Be a gift to the world" og hefur verið þýtt á íslensku ,,Verum veröld gefandi". Helstu áherslur á alþjóðavísu er að fjölga félögum, efla sjóði Rótarý, netvæða klúbba o.fl. Þá talaði Magnús um stærsta og umfangsmesta verkefni sem Rótarý á alþjóðavísu hefur ráðist sem er að  útrýma lömunarveiki. Í lokin kynnti hann áherslur á Íslandi, umdæmisþingið sem verður í Borgarnesi í 9. - 10.október og afhenti forseta klúbbsins Kolbrúnu Jónsdóttur fána frá Rótarý International.