Forsætisráðherra í heimsókn
31.ágúst
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur fundarins. Hann fór yfir stöðuna í efnahagsmálunum, landslagið í pólitík á Íslandi og í nágrannalöndunum í athyglisverðu erindi.
Í erindi sínu ræddi Sigmundur um hefðbundna stjórnmálaflokka og þá sem eru nýrri á nálinni og eru á móti ,,kerfinu" eins og það er oft orðað. Þeir sem eru á móti kerfinu vilja stundum heimfæra það á að efnahagsástandið sé ekki gott en staðreyndin er sú að ástandið er betra hér á landi en í mörgum nágrannalöndum okkar.
Sigmundur ræddi einnig um áhrif og afleiðingar þess hvað samskiptatækni hefur breyst hratt á undanförnum árum. Nú er hægt að koma skoðun sinni á framfærri eða boða til mótmæla á augabragði með því að nota t.d. snjallsíma, samfélagsmiðla og blogg. Áhrifin af þessari breytingu eru þau að umræðan getur sveiflast hratt um þau mál sem eru í brennidepli hverju sinni.
Hans kenning er sú að þetta eigi eftir að breytast þegar fólk hefur aðlagast nýrri samskiptatækni og sveiflur í umræðunni eigi eftir að minnka samhliða.