Fréttir

25.8.2015

Verbúðarminjar að tapast

Eyþór Eðvarðsson er mikill áhugamaður um minjar sem sjórinn brýtur hratt

Á fundi dagsins í Rkl. Görðum var fyrirlesari  Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Eyþór er talaði enga tæpitungu um hugðarefni sitt sem tengist sögu og menningu okkar við sjávarsíðuna.

Síðan Ísland byggðist hefur ekki orðið eins alvarlegt menningarslys Íslandssögunnar og nú á sér stað. En vegna landssigs, hækkandi sjávaryfirborðs og aukins brims á vesturhluta landsins eru strandminjar sem tengjast sjósókn Íslendinga að hverfa, mjög hratt.  Flestar þessar minjar eru órannsakaðar, óvarðar og í flestum tilfellum óskráðar.