Fréttir

11.8.2015

Sigmundur Ernir Rúnarsson gestur á fyrsta fundi

Fyrsti fundur haustsins

Í raun var um 2. fund nýrrar stjórnar en 10. ágúst kom Rótarýkl. Görðum saman að nýju. Gestur fundarins var Sigmundur Ernir Rúnarsson, fjölmiðlamaður og fv. alþingismaður.  Yfirskrift erindis hans var:  Gamlir dagar og nýir.  Hann rakti auk annars nokkur skondin atvik af fjölmiðlunum.  Sagði m.a. frá sjónvarpsstöðinni Hringbraut þar sem Sigmundur er Dagskrár/-ritstjóri.  Stöðin leggur áherslu á öfgalausa umræðu og viðmælendur sem tala af þekkingu að sögn Sigmundar Ernis.  Að lokum ræddir Sigm. E. um æskuárin sín á Brekkunni á Akureyri og las upp úr minningarbók sinni frá þeim árum.