Fréttir
Garðasteinninn og umfjöllun um heilsuna
Fundur 29.júní 2015
Á fundinum var Garðasteinninn afhentur og hlaut hann að þessu sinni Björn Pálsson ljósmyndari.
Aðalerindi fundarins flutti Kári Jónsson, Íþróttafulltrúi Garðabæjar. Hann kallaði erindi sitt "hugsa þú um þig fyrir mig" og fjallaði um hreyfingu og hreysti. Í skemmtilegu og fróðlegu erindi um heilsuna og hugarfar ræddi Kári um mikilvægi þess að hugsa jákvætt og hugsa í lausnum. Kári var um árabil kennari í Íþróttaskólanum Laugarvatni og öðlaðist dýrmæta reynslu þar sem hann deildi með okkur á fundinum. Jafnframt sagði hann frá starfi sínu sem þjálfara hjá Íþróttafélagi fatlaðra og einstökum persónum sem hann hefur kynnst þar sem láta ekkert stöðva sig.