Fréttir

13.6.2015

Viðurkenningar til 10. bekkinga

Tveir nemendur úr Garðaskóla og einn í Sjálandsskóla

Við skólaslit nú í júní veitti Rkl Görðum í fyrsta sinn útskriftanemum í Garðaskóla og Sjálandsskóla.  Þriðji skólinn, Áltanesskóli sá sér ekki fært að vera með að þessu sinni. Viðurkenningin er veitt þeim sem þykja hafa skarað fram úr í lífsleikni og hafa haft jákvæð áhrif á skólasamfélagið, samskiptamynstur innan skólans og skólabrag.  Námsráðgjafi og umsjónarkennarar tilnefna þá  einstaklinga sem fá viðurkenninguna.


Nemendurnir eru:

Lilja Hrund Lúðvíksdóttir og

Máni Huginsson bæði úr 10. KFS í Garðaskóla


Lilja Sif Davíðsdóttir, Sjálandsskóla.


Þau þykja hafa verið leiðandi í skólasamfélaginu og hafa haft jákvæð áhrif á aðra.  Þeir hafa sýnt: 


- fram á umburðalyndi og skilja mikilvægi og gildi fjölbreytileika.


- öðrum í skólaumhverfinu virðingu og tilitsemi og verið góðir vinir samnemenda.


- umhyggju með því að sýna áhuga, samkennd, samlíðan og hjálpsemi.


- fram á hugrekki og þorað að láta í sér heyra og bregðast við óréttlæti.


Þau fengu öll Íslensku samheitaorðabókina í verðlaun.