Fréttir

24.6.2015

Bjarni Benediktsson í heimsókn

Fjármálaráðherra með erindi 22. júní

Fv. félagi í Rkl. Görðum, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var gestur fundarins að þessu sinni.  Hann hefur staðið í ströngu að undanförnu, ma. við afléttingu fjármagnshafta og samninga við félög opinberra starfsmanna.  Bjarni kaus að fara yfir "stóru myndina" og rakti hans sýn á efnahagsumhverfið allt frá því á uppgangsárunum fyrir 2008, bankahrunið og ár endurreisnar.  Áhugaverð greining og fékk ráðherran að vonum margar spurningar á eftir.  Einar Guðmundsson var með 3. mín erindið og fjallaði stuttlega um Ásustrandið 1926 og þátt þess í falli Duusverslunarinnar í Keflavík