Fréttir

16.6.2015

Árlegur fundur undir berum himni í Ólafslundi

Síðdegisfundur og gróðursetning 15. júní

Árleg gróðursetning fór fram í Ólafslundi á fundi með mökum félaga í Ólafslundi í Smalaholti.  Oft hafa reyndar verið gróðursettar fleiri plöntur en nú, enda sinnt aðallega grisjun undanfarin ár.  Þær plöntur sem nú fóru niður gefa haustber eru ætlaðar fuglunum eins og Guðmundur Einarsson form. umhverfisnefndar orðaði það.  Guðrún Högnadóttir var með 3. mín erindi, eiginlega æfingu í samskiptum og markmiðsetningu.  Einar Sveinbjörnsson var með erindi dagsins og fjallaði hann um   veðurfar frá lokum síðustu ísaldar og hvernig ísaldarjökullinn mótaði m.a. Álftanes.  Ásgeir kokkur grillaði stórgóðar kjúklingabringur ásamt meðlæti sem rann ljúft ofan í gesti.  Veður var þurrt, en dálítill blástur og svalt var þegar frá leið.