Fréttir

9.6.2015

Hugað að raddböndum og þýðingu þeirra

Egill Ólafsson söngvari gestur á fundi 8. júní

Röddin okkar var til umræðu hjá Agli Ólafssyni leikara, söngvara og tónlistarmanni.  Egill fór á stórskemmtilegan og líflegan hátt yfir þýðingu raddbandana og mismunandi beitinu raddarinnar í daglegum athöfnum okkar.  Agli er þetta mál augljóslega mjög hugleikið og hefur hann sett saman stórskemmtilegt, ekki síður fræðandi erindi um mál sem snertir okkur öll.