Fréttir

8.6.2015

Vorferð til Vestmannaeyja

Rótarýfélagar með mökum í Eyjum 6.-7. júní

Ferða- og skemmtinefnd skipilagði ferð til "útlanda", en að þessu sinni var haldið til Heimaeyjar yfir Sjómannadagshelgina. Siglt var frá Landeyjahöfn á laugardagsmorgni.  Farið var í vettvangsferðir og söfn skoðuð.  Vilhjálmur Bjarnason tók að sér leiðsögn enda öllum hnútum kunnugur sem fyrrum bankastjóri Útvegsbankans sáluga á árum áður.  Eyjamenn voru greinilega ekki búnir að gleyma Villa og um leið og hann birtist voru Rótarýfélagar og makar (ca. 25 talsins) aufúsugestir hvar sem farið var.  Á sunnudeginum var síðan tekið þátt í veglegum sjómannadagshátíðarhöldum áður en haldið var heim á leið. Fleiri myndir Ólafs Reimars úr ferðinni má sjá í myndaalbúmi.