Fréttir

3.6.2015

Lest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur

Gestur fundar 1. júní var Runólfur Ágústsson  frá samráðshópi um lestartengingu milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur.  Runólfur kynnti hugmyndina og þær breytingar sem hún hefur tekið upp á síðkastið.  Stofnkostnaður er áætlaður rúmlega 100 millj. króna og reikningar benda til þess að fjárfestingin geti staðið undir sér með áframhaldandi en hægari fjölgun ferðamanna.  Í máli Runólfs koma fram að ferðatíminn á milli enda gæti yrði um 18 mínútur og frá Straumi og inn að BSÍ færi lestin um undirgöng.  Fundarmenn spurðu Rúnólf á eftir m.a.  hvort gerrt yrði ráð fyrir stoppi lestarinnar þar sem göngin færu um nærri Vífilsstöðum.