Fréttir
Máttur kvenna í Tanzaníu
Anna Elísabet Ólafsdóttir var fyrirlesari fundar Rkl Görðum 18. maí. Anna sagði frá kynum sínum og störfum í Tanzaníu sem ná aftur til ársins 2005. Þar var hún á ferðalagi, heillaðist af landi og þjóð. Sneri aftur í því skini að reyna að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Fjölskylda keypt m.a. land til ræktunar þar sem þau hafa gert tilraunir með m.a. kaffiræktun. Upp á síðkastið hafa þau gert tilraunir með öflun orku með sólarsellum en í Tanzaníu hafa fæsti aðgang að rafmagni. Anna sagði frá byggingu leikskóla sem hún og fjölskyldan komu að. Eins sagði hún frá verkefni þar sem var lagt upp með að mennta konur í nýsköpun og frumkvæði. Frábært erindi hjá þessari öflugu konu !