Fréttir

12.5.2015

Góður gestur,  Unnur Valborg Hilmarsdóttir

Selurinn er sæla í búi

Unnur Valborg Hilmarsdóttir var félagi í Rótarýkl. Görðum, en tók sig upp og flutti til heimahaganna norður á Hvammstanga fyrir tveimur árum. Unnur gegnir þar starfi forstöðumanns Selaseturs Ísalnds og er að auki oddviti sveitarstjóranar Húnaþings vestra.  Í máli Unnar kom fram að ein aðgengilegustu sellátur í N-Evrópu séu á Vatnsnesi.  Selasetrið kemur m.a. að merkingum á kópum og með stærri verkefnum eða reka fræðslusafn á Hvammstanga.  Gestir voru um 20 þús á síðasta ári .  Fram kom hjá Unni Valborgu að vinna sé hafin við að uppfæra sýninguna. Þá er það verkefni setursins að fjölga selaskoðunarstaðar vítt um landið.    Að lokum kom fram hjá Unni Valborgu að hún ásamt fleirum hyggði á stofnun Rótarýklúbbs í Húnavatnssýslum.