Fréttir

7.5.2015

Deilihagkerfi

Á fundi klúbbsins 4.maí var Gunnar Haraldsson hagfræðingur og forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ með erindi um Deilihagkerfi. Deilihagkerfi er ekki nýtt fyrirbæri en tæknin hefur gert það að verkum að í dag er auðveldara að útfæra og framkvæma slík viðskipti en var áður. Dæmi um deilihagkerfi er þegar fólk skiptist á íbúðum eða leigir íbúð af einhverjum t.d. þegar dvalið er erlendis í stað þess að fara á hótel. Þá hafa sprottið upp deilihagkerfi í leigubílaþjónustu fyrirtæki sem nefnist Uber / www.uber.com hefur verið í fararbroddi á því sviði í nokkrum stórborgum. Erindi Gunnars var mjög áhugavert og verður spennandi að fylgjast með þróun á deilihagkerfum samhliða þróun tækninnar og samfélagsmiðla sem gera fólki það kleift að útfæra viðskipti af þessu tagi á auðveldan máta.