Fréttir
Félag eldri borgara í Garðabæ
Fyrirlesari fundarins 27.apríl var Ástbjörn Egilsson formaður félags eldri borgara í Garðabæ. Ástbjörn sagði frá stofnun, hlutverki og starfsemi félagsins í fróðlegu og skemmtilegu erindi.
Hlutverk félagsins er að gæta hagsmuna eldri borgara. Auk þess býður félagið uppá fjölbreytt tómstunda- og félagsstarf fyrir félagsmenn. Þá skipuleggur félagið ferðir bæði erlendis og innanlands. Félagið er næst stærsta félag í Garðabæ, stærsta félagið er Stjarnan. Hátt hlutfall eldri borgara sem búa í Garðabæ eru félagsmenn í félaginu sem segir til um vinsældir félagsins.