Fréttir

31.3.2015

Árneshreppur

Á fundi 30.mars voru systurnar Ingibjörg Valgeirsdóttir MBA og rótarýfélagi í Görðum og Rakel Valgeirsdóttir þjóðfræðingur með erindi um sína heimabyggð Árneshrepp á Ströndum.

Árneshreppur er afskekktur og þar er eitt fámennasta sveitarfélag landsins. Aðeins 6 börn eru í grunnskólanum í Trékyllisvík. Samgöngur eru erfiðar yfir vetrarmánuðina, sem dæmi um það þá var engin snjómokstursáætlun frá 6.janúar - 20.mars í ár.  

Ingibjörg og Rakel sögðu frá uppbyggingu sem átt hefur sér stað í hreppnum síðustu ár og góðri samstöðu sem ríkir meðal heimamanna ef einhver verk þarf að vinna. Fjölskylda þeirra hefur byggt upp safn í Trékyllisvík sem er mikið sótt af ferðamönnum.

Erindið var fróðlegt og skemmtilegt og kveikti örugglega áhuga þeirra sem ekki hafa þegar heimsótt Árneshrepp að láta verða af því.